Um okkur

MEMO Iceland er fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun á tímalausum silkislæðum með hámarks gæði, fallega hönnun og tengingu við íslenska náttúru í huga.
Ljósmyndirnar sem við notum á slæðurnar eru sérstaklega valdar undir áhrifum íslenskrar náttúru þar sem stórbrotið mynstur og falleg litasamsetning úr landslaginu er undirstrikað á silkinu. 
Allar slæðurnar okkar eru íslensk hönnun og gerðar úr 100% silki.